43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 22. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:14
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:10
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Bryndís Haraldsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 316. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneyti.

3) 32. mál - fjölmiðlar Kl. 09:50
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Brynhildi Björnsdóttur, Eyjólfi Ármannssyni og Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti og breytingartillögu meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson.
Bryndís Haraldsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) 24. mál - háskólar Kl. 09:57
Nefndin fjallaði um málið.

5) 707. mál - lögreglulög Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 132. mál - barnalög Kl. 10:11
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Brynhildur Björnsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 301. mál - breyting á ýmsum lögum varðandi aldursmörk Kl. 10:11
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 688. mál - varðveisla íslenskra danslistaverka Kl. 10:11
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Dagbjört Hákonardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 624. mál - höfundalög Kl. 10:12
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 10:12
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17